Ferill 988. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1451  —  988. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða reynsla hefur hlotist af framkvæmd nýrra laga um leigubifreiðaakstur sem tóku gildi í apríl 2023?
     2.      Hversu mörg leyfi til leigubifreiðaaksturs hafa verið gefin út frá því að lögin tóku gildi? Hver var heildarfjöldi leyfa 1. desember 2023?
     3.      Hafa mælanlegar breytingar orðið á leigubifreiðaakstri og starfsumhverfi leigubifreiðastjóra frá því að lögin tóku gildi?
     4.      Hvernig er eftirliti með starfsskilyrðum leigubifreiðastjóra háttað?
     5.      Hafa lögreglu eða eftirlitsaðilum borist kvartanir vegna starfsemi leigubifreiða frá því að lögin tóku gildi? Ef svo er, hversu margar kvartanir hafa borist og hvers eðlis hafa þær verið?
     6.      Hversu hátt hlutfall leigubifreiðastjóra sem hlotið hafa leyfi til leigubifreiðaaksturs frá janúar 2023 hefur staðist námskeið fyrir atvinnuleyfishafa um leigubifreiðaakstur á ensku? Hversu hátt hlutfall hefur sótt námskeiðið á íslensku?
     7.      Hvaða áhrif telur ráðherra að mikil fjölgun leyfa til leigubifreiðaaksturs geti haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi?


Skriflegt svar óskast.